Murray féll fyrir eigin hendi

Grayson Murray er fallinn frá
Grayson Murray er fallinn frá AFP/TIM HEITMAN

Kylfingurinn Grayson Murray lést á laugardagsmorgun þrítugur að aldri. Foreldrar Murray staðfestu í yfirlýsingu í gærkvöldi að sonur þeirra hefði svipt sig lífi.

Murray dró sig úr keppni í Charles Schwab Challenge mótinu í Texas á föstudag en Murray hafði leitað sér hjálpar við kvíða og áfengisfíkn. Murray vann tvö PGA mót á ferlinum.

„Við viljum þakka PGA mótaröðinni og golfheiminum öllum fyrir stuðninginn. Líf Grayson var ekki auðvelt en við vitum að hann hvílir í friði núna“. Segir í yfirlýsingu foreldra hans.

Segðu frá - það er hjálp að fá

Embætti land­lækn­is bend­ir á að mik­il­vægt sé að þeir sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir segi ein-hverj­um frá líðan sinni, hvort sem er aðstand­anda eða hafi sam­band við Hjálp­arsíma Rauða kross-ins 1717, eða á net­spjalli 1717.is, við hjúkr­un­ar­fræðing í net­spjalli á heilsu­vera.is eða við ráðgjafa í síma Píeta-sam­tak­anna s. 552-2218. Píeta-sam­tök­in bjóða einnig upp á ráðgjöf og stuðning fyr­ir aðstand­end­ur þeirra sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir.

Fyr­ir þau sem misst hafa ást­vin í sjálfs­vígi bend­ir land­læknisembættið á stuðning í sorg hjá Sorg-armiðstöðinni í síma 551-4141 og hjá Píeta-sam­tök­un­um í síma 552-2218.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert