Haukar eru bikarmeistarar í kvennaflokki

Haukar eru bikarmeistarar í handknattleik kvenna 2006 eftir sigur á …
Haukar eru bikarmeistarar í handknattleik kvenna 2006 eftir sigur á ÍBV, 29:25. mbl.is/Brynjar Gauti

Haukar eru bikarmeistarar í handknattleik kvenna 2006 eftir sigur á ÍBV, 29:25, í úrslitaleik sem var að ljúka í Laugardalshöll. Haukar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12:10. ÍBV-liðið náði að jafna leikinn snemma í síðari hálfleik og átti möguleika á að komast yfir í stöðunni, 20:20, en tókst ekki. Haukar gerðu færri mistök, náðu forystu á nýjan leik og gáfu aldrei eftir þar sem eftir lifði leiks.

Hanna Guðrún Stefánsdóttir átti stórleik hjá Haukum og skoraði 14 mörk, þar af 5 úr vítakasti. Næst henni kom Ramune Pekarskyte með 5 mörk, eitt af vítalínunni. Hjá ÍBV var Pavla Plaminkova atkvæðamest með 8 mörk en næst var Ingibjörg Jónsdóttir með 7 mörk. Þetta var þriðju bikarmeistaratitill Hauka í kvennaflokki. Síðast vann liðið bikarinn fyrir þremur árum. Klukkan 15.45 hefst úrslitaleikur Hauka og Stjörnunnar í bikarkeppni karla. Hann fer einnig fram í Laugardalshöll.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka