„Spennt að vinna aftur með Gústa þjálfara“

Ramune Pekarskyte í landsliðsbúningi Íslands.
Ramune Pekarskyte í landsliðsbúningi Íslands. mbl.is/Ómar

Ramune Pekarskyte, landsliðskona í handknattleik, hefur skrifað undir eins árs samning við danska úrvalsdeildarliðið SönderjyskE. Hún staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær.

„Ég hlakka til að flytja til Danmerkur eftir fjögurra ára veru í Noregi. Það er gott að breyta til. Síðan er ég spennt fyrir að vinna aftur með Gústa þjálfara,“ sagði Ramune sem lék um nærri þriggja ára skeið undir stjórn Ágústs Þórs Jóhannssonar landsliðsþjálfara hjá Levanger í Noregi en áður lék hún um árabil með Haukum.

Nokkuð er síðan Ágúst samdi við forráðamenn SönderjyskE um að taka að sér þjálfun liðsins frá og með næsta keppnistímabili.

Ramune verður þar með fjórði Íslendingurinn í herbúðum kvennaliðs SönderjyskE á næstu leiktíð en auk hennar og Ágústs Þórs skrifuðu landsliðskonurnar Karen Knútsdóttir og Stella Sigurðardóttir undir samning við suðurjóska liðið sem hefur aðsetur í Haderslev.

Nánar er rætt við Ramune í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert