Gamli landsliðsþjálfarinn í úrslit Evrópudeildarinnar

Axel Stefánsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik.
Axel Stefánsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Norska liðið Storhamar, þar sem Axel Stefánsson er aðstoðarþjálfari, tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Evrópudeildar kvenna í handknattleik með því að leggja franska liðið Nantes að velli, 28:27, í Graz í Austurríki.

Í úrslitaleiknum mætir Storhamar liði Gloria Bistrita frá Rúmeníu. Fer leikurinn fram í Graz á morgun.

Um ansi magnaðan endurkomusigur var að ræða hjá Storhamar sem var undir allan leikinn en komst í fyrsta og eina skiptið yfir í blálokin og tryggði sér eins marks sigur.

Axel þjálfaði íslenska kvennalandsliðið frá 2015 til 2018 og hefur verið aðstoðarþjálfari Storhamars frá 2021. Lætur hann af störfum í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert