Ramune og félagar í undanúrslit

Ramune Pekarskyte.
Ramune Pekarskyte. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ramune Pekarskyte, landsliðskona í handknattleik, og samherjar hennar í franska liðinui Havre komust í dag í undanúrslit í Áskorendakeppni Evrópu. Havre vann Knjaz, 26:24, í síðari viðureign liðanna í 8-liða úrslitum. Leikið var í Frakklandi.

Ramune og félagar voru með gott forskot fyrir leikinn í dag eftir átta marka sigur í Serbíu um síðustu helgi.  Ramune skoraði tvö mörk að þessu sinni. 

Serbneska liðið Naisa Nis, sem vann Fram naumlega í 16-liða úrslitum keppninnar, féll úr keppni í dag eftir tap fyrir úkraínska liðinu Galytchanka, 27:20. Serbneska liðið tapaði einnig fyrr leiknum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert