Marthe framlengir við Fram

Marthe Sördal.
Marthe Sördal. Árni Sæberg

Handknattleikskonan Marthe Sördal hefur gengið frá nýjum samningi við Handknattleiksdeild Fram. Samningurinn er til tveggja ára.

Marthe hefur verið fastamaður í sterku liði Fram í mörg ár. Hún lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki félagsins haustið 2003 og hefur hún leikið um 370 leiki með liðinu. Einnig á hún að baki 5 leiki með íslenska A-landsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert