Við hverju má búast á HM í Frakklandi?

Íslenska karlalandsliðið er á leið á HM.
Íslenska karlalandsliðið er á leið á HM. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heimsmeistaramót karla í handknattleik, það 25. í röðinni, hefst í Frakklandi á miðvikudagskvöldið í næstu viku, 11. janúar, og Ísland er á meðal þátttökuþjóða í nítjánda skipti. Fyrsti leikur Íslands er gegn firnasterku liði Spánverja fimmtudagskvöldið 12. janúar, og síðan er spilað við Slóveníu, Túnis, Angóla og Makedóníu á næstu sjö dögum þar á eftir.

Fjögur liðanna komast áfram í sextán liða úrslit keppninnar en þar tekur við útsláttarkeppni þar sem Ísland myndi spila við lið úr A-riðli, Frakkland, Pólland, Rússland, Brasilíu, Japan eða Noreg, í sextán liða úrslitunum. Tvö neðstu liðin í riðlinum fara í keppni um sæti 17-24 og þar yrði einnig einhver ofantalinna þjóða fyrsti mótherjinn.

Ljóst er að mun minni væntingar eru gerðar til íslenska liðsins fyrir þessa keppni en oftast áður, enda hafa miklar breytingar orðið á liðinu. Reyndir leikmenn eru hættir og lykilmenn glíma við meiðsli á lokasprettinum fyrir mótið.

Morgunblaðið ræddi við þrjá handboltasérfræðinga um stöðu mála hjá landsliðinu og möguleika þess á HM en það eru Kristján Arason, einn besti handboltamaður landsins um árabil og síðar þjálfari FH, Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Valsmanna, og Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar. 

Sjá ítarlega úttekt og viðtal við þá Kristján, Guðlaug og Einar í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert