Eyjamenn minnkuðu forskot FH

Agnar Smári Jónsson býr sig undir að skjóta að marki …
Agnar Smári Jónsson býr sig undir að skjóta að marki Fjölnis í dag. Brynjar Loftsson fylgist vel með. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV minnkaði forskot FH-inga á toppi Olísdeildar karla niður í tvö stig með öruggum 31:22-sigri á Fjölni í Vestmannaeyjum í kvöld.

Jafnræði var með liðunum framan og var staðan 9:8, tíu mínútum fyrir hálfleik. ÍBV var hins vegar sterkari aðilinn á lokakafla hálfleiksins og var staðan 18:11, er liðin gengu til búningsklefa.

Í síðari hálfleiknum var aldrei spurning hvor liðið færi með sigur af hólmi. Theodór Sigurbjörnsson skoraði sjö mörk fyrir ÍBV og Sigurbergur Sveinsson sex. Brynjar Loftsson átti góðan leik hjá Fjölni og skoraði níu mörk. Aron Rafn Eðvarðsson varði átta skot í marki Eyjamanna, þar af þrjú víti. 

ÍBV 31:22 Fjölnir opna loka
60. mín. Elliði Snær Viðarsson (ÍBV) skoraði mark Elliði með 4. markið sitt í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert