„Innkoma Hauks mögnuð og eftirminnileg“

Haukur Þrastarson hefur verið í stóru hlutverki hjá Selfyssingum í …
Haukur Þrastarson hefur verið í stóru hlutverki hjá Selfyssingum í vetur en hann gerði 93 mörk í 20 leikjum í deildinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hinn 16 ára gamli Selfyssingur, Haukur Þrastarson, sló í gegn í sínum fyrsta leik með A-landsliðinu í handknattleik þegar það mætti norska landsliðinu á fjögurra liða mótinu í Sotra Arena í nágrenni Björgvinjar síðdegis á fimmtudaginn.

Haukur fékk tækifæri þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka og nýtti það vel. Hann skoraði þrjú mörk og átti eina stoðsendingu og er yngsti maðurinn til að skora mark fyrir íslenska landsliðið í handbolta. Haukur lék eins sá sem valdið hefur í stöðu leikstjórnanda eins og hann hefur gert á keppnistímabilinu með Selfossi í Olísdeildinni.

„Innkoma Hauks Þrastarsonar var mögnuð og verður eftirminnileg,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðþjálfari í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn við Norðmenn, spurður um framgöngu Selfyssingsins unga sem enn er ekki kominn með ökuréttindi.

„Þetta var fyrst og fremst skemmtilegt,“ segir Haukur í umfjöllun um frammistöðu hans í Morgunblaðinu í dag.

Sjá samtal við Hauk í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert