Andri Heimir á förum frá ÍBV

Andri Heimir Friðriksson, ÍBV.
Andri Heimir Friðriksson, ÍBV. mbl.is/Hari

Handknattleiksmaðurinn Andri Heimir Friðriksson verður ekki í röðum ÍBV í Olísdeildinni í vetur en hann er á förum frá félaginu. Andri staðfesti þetta í samtali við mbl.is rétt í þessu.

Ekki liggur enn fyrir hvar Andri, sem er 28 ára, mun spila á næsta tímabili en hann er að flytja ásamt konu sinni til Reykjavíkur en þau hjón eiga von á barni. Það mun þó ráðast á næstu vikum. 

Andri varð Íslands- og bikarmeistari með ÍBV í vor eftir að hafa verið hjá Haukum árið þar áður. Hann var einnig leikmaður ÍBV á árunum 2011 til 2016 og varð bæði Íslands- og bikarmeistari á þeim árum líka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert