Erlingur byrjar undankeppnina vel

Erlingur Richardsson
Erlingur Richardsson Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Hollendingar, undir stjórn Erlings Richardssonar, byrja vel í undankeppni EM karla í handknattleik og burstuðu Eista í kvöld. 

Holland sigraði 35:25 en leikið var í Hollandi. Þjóðirnar eru í 4. riðli með Slóveníu og Lettlandi en Slóvenar unnu sex marka sigur þegar þær þjóðir mættust. Holland og Slóvenía eru því efst í riðlinum eftir fyrstu leikina.

Tvö lið fara sjálfkrafa í lokakeppni EM 2020 en þá verður liðum í lokakeppninni fjölgað í tuttugu og fjögur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert