ÍR vann sjötta leikinn í röð

Karen Tinna Demian, til vinstri, skoraði fimm mörk.
Karen Tinna Demian, til vinstri, skoraði fimm mörk. Ljómynd/Instagram

Gott gengi ÍR í Grill-66 deild kvenna, 1. deild, hélt áfram í dag. ÍR-ingar höfðu þá betur gegn Stjörnunni U, 34:16, í ójöfnum leik. Karen Tinna Demian, Karen Ósk Kolbeinsdóttir, Silja Ísberg og Sara Kristjánsdóttir skoruðu allar fimm mörk fyrir ÍR, eins og Auður Brynja Sölvadóttir fyrir Stjörnuna. ÍR er á toppnum með tólf stig eftir sex leiki en Stjarnan er án stiga eftir jafnmarga leiki. 

Fram U er í öðru sæti með tíu stig eftir 33:24-sigur á HK U í Digranesinu. Lena Margrét Valdimarsdóttir átti stórleik í liði Fram og skoraði tólf mörk á meðan Ada Kozicka skoraði fimm fyrir HK. HK U er í sjöunda sæti með fjögur stig. 

Í Víkinni hafði Fylkir betur á móti Víkingi, 24:19. Hrafnhildur Irma Jónsdóttir skoraði sex mörk fyrir Fylki og Katrín Guðmundsdóttir gerði fimm mörk fyrir Víking. Með sigrinum fór Fylkir upp í níu stig og fjórða sæti deildarinnar en Víkingur er í níunda sæti með fjögur stig. 

Staðan: 

  1. ÍR 12
  2. Fram U 10
  3. FH 9
  4. Fylkir 9
  5. Afturelding 6
  6. Valur U 6
  7. HK U 4
  8. Grótta 4
  9. Víkingur 4
  10. Fjölnir 2
  11. Stjarnan U 0
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert