Selfoss upp að hlið toppliðsins

Gróttumaðurinn Magnús Öder Einarsson sækir að marki Selfoss í kvöld.
Gróttumaðurinn Magnús Öder Einarsson sækir að marki Selfoss í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Selfoss fór upp að hlið toppliðs Hauka með 24:23-sigri á Gróttu á útivelli í 10. umferð Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Grótta er hins vegar enn í næstneðsta sæti. 

Selfoss náði fljótt þriggja marka mun, 6:3 og voru Gróttumenn ekki líklegir til að jafna metin það sem eftir lifði hálfleiksins. Munurinn hélst í 3-5 mörkum út allan hálfleikinn og var staðan í hálfleik 14:10.

Selfoss hefur oft spilað hraðari og betri sóknarleik, en góðar skyttur Selfyssinga geta skorað nánast þegar þeim sýnist. Grótta byrjaði seinni hálfleikinn hins vegar af krafti og skoraði fyrstu þrjú mörk hans og minnkaði muninn í leiðinni í 14:13 og skömmu síðar var staðan orðin jöfn, 17:17. 

Grótta komst svo yfir í fyrsta skipti, 18:17, þegar seinni hálfleikur var tæplega hálfnaður. Selfoss skoraði næstu tvö mörk og komst aftur yfir, 19:18. Eftir það var leikurinn æsispennandi en Selfoss var sterkari aðilinn í blálokin. 

Grótta 23:24 Selfoss opna loka
60. mín. Selfoss tekur leikhlé 40 sekúndur eftir. Patrekur ætlar væntanlega að segja sínum mönnum að vera skynsamir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert