Flestir úr ÍBV og ÍR í U21-landsliðinu

ÍR-ingurinn Sveinn Andri Sveinsson.
ÍR-ingurinn Sveinn Andri Sveinsson. mbl.is/Hari

Íbv og ÍR eiga flesta fulltrúa í U21-landsliði karla í handbolta sem valið hefur verið til æfinga dagana 10.-12. apríl. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, og Sigursteinn Arndal, verðandi þjálfari FH, stýra liðinu en þeir hafa valið 22 leikmenn til æfinga. ÍBV og ÍR eiga þar 4 leikmenn hvort.

Einn leikmaður spilar utan Íslands en það er Örn Östenberg sem leikur með Amo í Svíþjóð. Örn, sem er sonur Vésteins Hafsteinssonar og Önnu Östenberg, var skamman tíma hjá Selfossi en er fæddur og uppalinn í Svíþjóð. Hópurinn er hér að neðan:

ÍBV: Andri Ísak Sigfússon, Daníel Griffin, Elliði Snær Viðarsson, Gabríel Martínez Róbertsson.

ÍR: Arnar Freyr Guðmundsson, Pétur Árni Hauksson, Sveinn Andri Sveinsson, Sveinn Jóhannsson.

FH: Birgir Birgisson, Bjarni Ófeigur Valdimarsson, Jakob Martin Ásgeirsson.

Grótta: Alexander Jón Másson, Hannes Grimm, Sveinn Jose Rivera.

Haukar: Andri Scheving, Darri Aronson, Orri Þorkelsson.

Valur: Ásgeir Snær Vignisson.

Akureyri: Hafþór Vignisson.

Víkingur: Kristófer Andri Daðason.

KA: Sigþór Gunnar Jónsson.

Amo: Örn Östenberg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert