Ísland U-19 á HM

U-19 ára landsliðið lenti í 13. sæti.
U-19 ára landsliðið lenti í 13. sæti. Ljósmynd/EHF

Íslenska U-19 kvennalandsliðið var að ljúka leik gegn Serbíu á Evrópumóti U-19 í Mioveni í Rúmeníu. Leikurinn var síðasti leikur þeirra á mótinu, þær unnu hann með 11 mörkum og eru komnar á HM U-20 2024.

Leikurinn endaði með öruggum sigri, 33:22 fyrir Íslandi, sem þýðir það að þær fara á HM á næsta ári.

Ísland var yfir allan leikinn og Serbar sáu aldrei til sólar. Ísland komst í byrjun í 4:0 og leiddi allan timann. Hálfleikstölur voru 16:10 og Ísland hélt áfram með frábært gengi í seinni hálfleik og vann svo leikinn með 11 marka mun.

Mörk Íslands skoruðu: Lilja Ágústsdóttir 9, Katrín Anna Ásmundsdóttir 7, Embla Steindórsdóttir 6, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 4, Elín Klara Þorkelsdóttir 3, Hildur Lilja Jónsdóttir 1, Inga Dís Jóhannsdóttir 1, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1, Elísa Elíasdóttir 1.

 Ethel Gyða Bjarnasen var með  7, 27% vörslu og Elísa Helga Sigurðardóttir 1, 33,3% samkvæmt Handbolti.is.

Ísland lenti í 13. sæti á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert