Eyjamenn úr leik í Evrópu

Austurríska liðið Krems lagði ÍBV að velli í Evrópubikar karla í handknattleik í einvígi liðanna er þau mættust í Vestmannaeyjum í dag, lokatölur í dag 32:32 í leik þar sem gestirnir leiddu mest allan tímann.

Einvígið endaði 62:60 fyrir Krems sem vann fyrri leikinn á sínum heimavelli, 30:28 og er komið í 16-liða úrslitin en ÍBV er úr leik.
 
Eyjamenn fóru illa með mörg dauðafæri í fyrri hálfleik og fengu gestirnir mörg auðveld mörk, bæði í autt markið og eftir snöggar miðjur eða seinni bylgju. Með því jók austurríska liðið muninn og leiddu einvígið með átta mörkum í hálfleik í dag.

Í byrjun seinni hálfleiks sýndu Eyjamenn sparihliðarnar og komust yfir í einvíginu þegar 19 mínútur voru eftir, með því að vinna fyrstu 11 mínútur seinni hálfleiks 9:0, gestirnir jöfnuðu en Eyjamenn skoruðu strax aftur, því miður var það í síðasta skiptið sem Eyjamenn leiddu í einvíginu.

Leikmenn gestanna voru sterkari þegar þeir náðu áttum eftir skellinn á upphafsmínútum síðari hálfleiks og léku virkilega vel, sérstaklega sóknarlega þar sem Sebastian Freichtinger og Marko Simek voru sterkir. Markvarsla Eyjamanna var ekki góð en Pavel Miskevich varði sex skot og Petar Jokanovic fjögur.

Eyjamenn reyndu hvað þeir gátu á lokakaflanum að koma sér í séns en gestirnir voru of sterkir og of klókir til að hleypa Eyjamönnum nær en tveimur mörkum frá því að jafna metin á lokakaflanum.

ÍBV 32:32 Krems opna loka
60. mín. Gabríel Martinez Róbertsson (ÍBV) fiskar víti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert