FH-ingar áfram þrátt fyrir tap

Jón Bjarni Ólafsson skoraði sex mörk.
Jón Bjarni Ólafsson skoraði sex mörk. mbl.is/Óttar Geirsson

FH er komið áfram í fjórðu umferð Evrópubikars karla í handknattleik þrátt fyrir tap gegn Bocholt, 36:33, í Belgíu í kvöld. 

FH vann fyrri leikinn í Hafnarfirðinum, 35:26, og vinnur því einvígið samanlagt 68:62. 

FH-liðið var einu marki yfir í hálfleik, 18:17, og varð einvígið aldrei tæpt. 

Jón Bjarni Ólafsson og Jóhannes Berg Andrason skoruðu sex mörk og þá skoraði Aron Pálmarsson fimm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert