Óðinn Þór fór mikinn í Sviss

Óðinn Þór Ríkharðsson er jafnan atkvæðamikill með liði Kadetten.
Óðinn Þór Ríkharðsson er jafnan atkvæðamikill með liði Kadetten. mbl.is/Óttar Geirsson

Óðinn Þór Ríkharðsson átti fantafínan leik í sjö marka heimasigri Kadetten á Kreuzlingen, 34:27, í svissnesku A-deildinni í handknattleik í dag.

Óðinn var markahæstur allra en hann skoraði níu mörk. 

Kadetten er í efsta sæti deildarinnar með 27 stig eftir 15 leiki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert