Pólland og Ungverjaland áfram

Monika Kobylinska með boltann í kvöld.
Monika Kobylinska með boltann í kvöld. Ljósmynd/IHF

Pólland og Ungverjaland eru komin áfram í milliriðill á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik. 

Pólland vann Japan í F-riðli í Herning í Danmörku í kvöld, 32:30. Monika Kobylinska fór á kostum í liði Póllands og skoraði 11 mörk en pólska liðið er nú með fjögur stig eftir tvo leiki og mun berjast við Þýskaland um toppsæti riðilsins.

Japan er enn án stiga og mun berjast við Íran um að fylgja Þýskalandi og Póllandi upp í milliriðill. 

Þá vann Ungverjaland 19 marka sigur á Kamerún, 39:20, í Helsingborg í Svíþjóð í kvöld. Katrin Gitta Klujber var markahæst í liði Ungverja með sjö mörk en ungverska liðið er með fullt hús stiga líkt og Norður-Makedónía í B-riðli. 

Kamerún og Paragvæ munu svo keppast um síðasta lausa sætið upp í milliriðil. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert