Svíar og Danir í 8-liða úrslit - hreinn úrslitaleikur við Kína á morgun

Louise Katharina Burgaard skoraði fjögur mörk fyrir Danmörku í gær.
Louise Katharina Burgaard skoraði fjögur mörk fyrir Danmörku í gær. Ljósmynd/IHF

Danmörk og Svíþjóð eru komin í átta liða úrslitin á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í Svíþjóð, Danmörku og Noregi. 

Danmörk vann tíu marka sigur á Póllandi, 32:22, en með sigrinum er Danmörk komin áfram. Innbyrðis viðureiginir gilda og eru Danir með sex stig, tveimur meira en Pólland og Rúmenía og unnu Danir báðar þjóðir. 

Hjá Dönum voru Trine Östergaard Jensen og Kristina Jörgensen markahæstar með fimm mörk hvor. Hjá Póllandi var Aleksandra Rosiak markahæst með sex. 

Danmörk mætir Þýskalandi í úrslitaleik um efsta sætið í riðlinum á morgun.

Svíþjóð með fullt hús

Þá er Svíþjóð einnig komin áfram eftir fjögurra marka sigur á Ungverjalandi, 26:22. 

Svíar eru búnir að vinna alla sína leiki í milliriðlinum en mæta næst Svartfjallalandi í úrslitaleik um toppsæti riðilsins. 

Emma Lindqvist og Jamina Roberts skoruðu báðar sjö mörk fyrir Svíþjóð en Petra Vamos skoraðis ex fyrir Ungverjaland. 

Úrslitaleikur gegn Kína 

Ísland mun mæta Kína í úrslitaleik til að komast í úrslitaleikinn um forsetabikarinn á morgun. 

Kína vann átta marka sigur á Grænlandi, 32:24, og er með fullt hús stiga líkt og Ísland eftir tvo leiki. 

Sigurvegari viðureigarinnar á morgun mætir svo Síle eða Lýðveldinu Kongó í úrslitaleiknum um forsetabikarinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert