Haukar í undanúrslit eftir sigur í Hafnarfjarðarslag

Jóhanns Berg Andrason skýtur að marki Hauka í kvöld.
Jóhanns Berg Andrason skýtur að marki Hauka í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hauk­ar höfðu bet­ur gegn ná­grönn­um sín­um í FH, 33:29, þegar liðin átt­ust við í Hafn­ar­fjarðarslag í átta liða úr­slit­um bik­ar­keppni karla í hand­knatt­leik á Ásvöll­um í kvöld.

FH byrjaði leikinn betur og komst í 0:2 áður en Haukar settu allt í gang og skoruðu 6 mörk í röð og komust í 6:2. Haukar héldu forystunni út allan fyrri hálfleikinn og fóru til hálfleiks með þriggja marka forskot í stöðunni 17:14. 

Haukar héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og leiddu allan tímann. Aron Rafn Eðvarðsson átti stórgóðan leik og varði 15 skot, þar af eitt vítaskot og komu nokkrar vörslur hjá honum á mjög krítískum tímapunktum í leiknum.

Athygli vakti hinsvegar að hinu megin á vellinum var markvarslan nánast engin, en þeir Daníel Freyr Andrésson og Axel Hreinn Hilmisson vörðu samtals 8 skot. 

FH náði að minnka mun­inn niður í eitt mark, 25:24, þegar síðari hálfleik­ur var rúm­lega hálfnaður en þá náðu Hauk­ar aft­ur yf­ir­hönd­inni og unnu að lok­um sterk­an fjög­urra marka sig­ur.

Hauk­ar eru þar með komn­ir í undanúr­slit bik­ar­keppn­inn­ar líkt og Stjarn­an og ÍBV.

Össur Har­alds­son og Þrá­inn Orri Jóns­son voru marka­hæst­ir í liði Hauka með sex mörk hvor.

Jó­hann­es Berg Andra­son var marka­hæst­ur í leikn­um með níu mörk fyr­ir FH.

Montrétturinn í Hafnarfirði er því hjá Haukum, að minnsta kosti þangað til að liðin mætast næst í Kaplakrika í deildinni.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Haukar 33:29 FH opna loka
60. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert