Sigvaldi og félagar gerðu góða ferð til Ósló

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fjögur mörk í gær.
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fjögur mörk í gær. Ljósmynd/EHF

Landsliðsmaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson og liðsfélagar hans í Kolstad unnu góðan tíu marka útisigur á Bækkelaget, 35:25, í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í Ósló í gær. 

Kolstad er í efsta sæti deildarinnar með 35 stig, þremur stigum á undan Elverum sem er í öðru sæti. 

Þá skoraði landsliðsmaðurinn fjögur mörk í leiknum í gær en Kolstad mætir næst Pick Szeged í Meistaradeildinni á fimmtudaginn kemur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert