Verður frá í eitt ár

Rakel Sara Elvarsdóttir í leik með KA/Þór.
Rakel Sara Elvarsdóttir í leik með KA/Þór. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Handknattleikskonan Rakel Sara Elvarsdóttir, leikmaður KA/Þórs, varð fyrir því óláni að slíta krossband á æfingu í desember og bíður þess nú að komast í skurðaðgerð.

Frá þessu greinir hún í samtali við Handbolta.is.

Krossbandaslit þýða iðulega níu til tólf mánaða fjarveru hjá íþróttafólki.

„Það líður sennilega ár áður en ég mæti til leiks aftur. Ég á tíma í aðgerð eftir hálfan mánuð hér fyrir sunnan. Eftir aðgerð tekur við endurhæfing,” segir Rakel Sara.

Hún er hægri hornamaður sem gekk til liðs við KA/Þór að nýju síðastliðið sumar eftir eitt tímabil í norsku úrvalsdeildinni með Volda.

Alls á Rakel Sara níu A-landsleiki að baki fyrir Íslands hönd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert