„Ég bara get ekki verið það heimsk að byrja aftur“

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fagnar langþráðu marki gegn Haukum.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fagnar langþráðu marki gegn Haukum. mbl.is/Árni Sæberg

Handknattleikskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir tók skóna af hillunni í vetur og hefur verið í lykilhlutverki hjá Íslandsmeisturum Vals.

Anna Úrsúla, sem er 38 ára gömul, hefur nokkrum sinnum lagt skóna á hilluna en hún er ein sigursælasta handboltakona sem Ísland hefur átt.

Hún hefur sjö sinnum orðið Íslandsmeistari, tvívegis með Gróttu og fimm sinnum með Val, og þá hefur hún fimm sinnum orðið bikarmeistari.

„Ég var í mjög góðu standi fyrir áramót og ég ákvað að snúa aftur á völlinn þar sem Valsliðið var í meiðslavandræðum,“ sagði Anna Úrsúla í samtali við Morgunblaðið.

Erfitt að hætta

Anna Úrsúla verður 39 ára gömul í maí, kemur til greina að taka annað tímabil með Valsliðinu?

„Ég bara get ekki verið það heimsk að byrja aftur eftir þetta tímabil, ég neita að trúa því. Ef það gerist þá þarf ég að fara að láta krukka eitthvað í hausinn á mér. Ég hef rætt þetta við aðra íþróttamenn í gegnum tíðina, hversu erfitt það er að hætta, og það er mun algengara en fólk gerir sér grein fyrir, held ég.

Það eru einhverjir sem hafa farið vægast sagt óhefðbundnar leiðir, sem ég ætla ekki að nefna neitt sérstaklega, en ég hef aldrei leitt hugann að því. Ég var samt beðin um að taka þátt í rannsókn sem snýr að því af hverju það er svona erfitt að hætta og það segir mér ýmislegt. Ég lofa hins vegar að klára þetta tímabil og svo mun ég aldrei stíga aftur inn á handboltavöllinn. Ég ætla að pína Valsarana í einhverja alvöru kveðjuveislu svo ég mæti örugglega aldrei aftur inn á völlinn,“ bætti Anna Úrsúla við í léttum tón í samtali við Morgunblaðið.

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert