Ætluðum að koma betur til leiks

Benedikt Gunnar Óskarsson sækir að marki HK í kvöld.
Benedikt Gunnar Óskarsson sækir að marki HK í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta var mjög góður sigur. Við vorum mjög lélegir í fyrri hálfleik en svo kom þetta hægt og rólega í seinni hálfleik,“ sagði  Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals, sem skoraði 10 mörk í kvöld gegn HK í sigri liðsins gegn HK á heimavelli í kvöld, 39:24.

„Við ætluðum að koma betur til leiks en það gekk ekki svo við þurftum að vinna úr því sem var komið og við gerðum það vel,“ sagði Benedikt í samtali við mbl.is eftir leikinn en Valsarar byrjuðu ekki mjög vel og voru undir stóran part af fyrri hálfleik en gerðu mun betur í seinni hálfleik.

„Við keyrðum aðeins betur, hættum að tapa boltanum og spiluðum betri vörn,“ sagði Benedikt um helsta muninn á því sem Valsarar gerðu í fyrri og seinni hálfleik.

Valur er í öðru sæti í deildinni með 26 stig, aðeins einu á eftir FH og toppbaráttan spennandi.

„Mér líst mjög vel á þetta. Það er stutt á milli leikja, Stjarnan á sunnudaginn og þetta er bara geggjað,“ sagði Benedikt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert