Fimmtán marka sigur Valsmanna

Valsmaðurinn Ísak Gústafsson brýst í gegnum vörn HK í leiknum …
Valsmaðurinn Ísak Gústafsson brýst í gegnum vörn HK í leiknum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

HK-ingar steinlágu fyrir Valsmönnum í úrvalsdeild karla í handknattleik á Hlíðarenda í kvöld en leikurinn endaði 39:24 fyrir heimamönnum.

Valur er nú með 26 stig í 2. sæti, einu stigi á eftir FH, en HK með  níu stig í 10. sæti, einu  stigi fyrir ofan fallsæti.

Gestirnir komu sterkir til leiks og það var ekki að sjá að það munaði fimmtán stigum á þeim í deildinni. Þeir byrjuðu vel og skoruðu í fyrstu sókninni og Valsarar voru undir eða að jafna þar til á lokamínútunum fyrri hálfleiks. HK-ingar tóku leikhlé á 25. mínútu þegar Valsarar jöfnuðu í 13:13, en það gekk ekkert upp hjá gestunum eftir það og fyrri hálfleikur endaði 18:14 fyrir Val.

Í seinni hálfleik voru Valsarar með öll völd á leiknum og gestirnir gátu ekkert gert til þess að stöðva þá. Allt gekk upp í vörn og sókn hjá heimamönnum og þeir enduðu leikinn með sannfærandi 15 marka sigri.

Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði 10 mörk fyrir Val og Ísak Gústafsson 7 og Arnar Þór Fylkisson varði 15 skot í markinu.

Kári Tómas Hauksson skoraði 8 mörk fyrir HK.

Valur 39:24 HK opna loka
60. mín. Kári Tómas Hauksson (HK) skorar úr víti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert