Sextándi sigur Guðmundar og Einars

Guðmundur Þ. Guðmundsson er þjálfari Fredericia.
Guðmundur Þ. Guðmundsson er þjálfari Fredericia. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fredericia, undir stjórn Guðmundar Þ. Guðmundssonar, vann í kvöld sextánda sigur sinn á tímabilinu í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik.

Hann var þó naumur því Fredericia vann Kolding á útivelli, 27:26. Liðið er komið með 34 stig úr 22 leikjum og er þremur stigum á eftir toppliði Aalborg en nú sex stigum á undan Bjerringbro/Silkeborg sem er í þriðja sætinu.

Einar Þorsteinn Ólafsson lék að vanda í vörn Fredericia en skoraði ekki í leiknum. Andreas Kragh Martinusen var markahæstur lærisveina Guðmundar með átta mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert