Eyjamaðurinn var mikilvægur

Hákon Daði Styrmisson skoraði fimm mörk í kvöld.
Hákon Daði Styrmisson skoraði fimm mörk í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hákon Daði Styrmisson var liði sínu Eintracht Hagen mikilvægur í kvöld þegar það sigraði Ludwigshafen, 30:29, í spennuleik í þýsku B-deildinni í handknattleik.

Hákon skoraði fimm mörk fyrir Hagen og það síðasta gerði útslagið því með því kom hann liði sínu í 30:28 þegar hálf mínúta var eftir af leiknum.

Hagen er í fjórða sæti deildarinnar með 28 stig úr 22 leikjum og getur enn blandað sér í baráttuna um sæti í efstu deild. Fyrir ofan eru Potsdam með 36 stig, Bietigheim með 34 og Hamm með 33 stig en tvö efstu liðin vinna sér sæti í 1. deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert