Gummersbach upp í sjötta sætið

Arnór Snær Óskarsson skoraði fjögur mörk fyrir Gummersbach í kvöld.
Arnór Snær Óskarsson skoraði fjögur mörk fyrir Gummersbach í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar,  styrkti stöðu sína í efri hluta þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í kvöld með því að sigra Lemgo á útivelli, 26:23.

Arnór Snær Óskarsson, sem er í láni frá Rhein-Neckar Löwen, skoraði fjögur mörk fyrir Gummersbach í kvöld og Elliði Snær Viðarsson skorðai eitt.

Gummersbach fór þar með upp fyrir Hannover-Burgdorf og í sjötta sæti deildarinnar með 24 stig en þar fyrir ofan er fimm stiga bil upp í toppbaráttu deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert