Eins marks sigur Aftureldingar í Eyjum

Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði sjö mörk í dag.
Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði sjö mörk í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV tók á móti Aftureldingu í spennandi leik í úr­vals­deild karla í hand­knatt­leik í dag. Leikurinn endaði 29:28 fyrir gestunum.

Afturelding er í þriðja sæti í deildinni með 25 stig og ÍBV í fjórða með 22 stig en aðeins munaði einu stigi á liðunum fyrir leikinn.

Leikurinn var í jafn fyrstu mínúturnar en gestirnir komust svo þremur mörkum yfir á 15. mínútu og héldu í forskotið út fyrri hálfleikinn. Hálfleikstölur 11:15.

Afturelding var yfir allan seinni hálfleikinn en ÍBV minnkaði muninn hægt og rólega og loka mínúturnar voru spennandi. Á 56. mínútu minnkaði Jason Stefánsson muninn í aðeins eitt mark

Afturelding komst svo tveimur mörkum yfir en ÍBV minnkaði muninn niður í eitt mark áður en flautað var til leiksloka.

Ihor Kopyshynskyi var markahæstur í Aftureldingu með átta mörk, þar á eftir voru Þorsteinn Leó Gunnarsson og  Birgir Steinn Jónsson með sjö mörk og Jovan Kukobat varði 13 skot.

Arnór Viðarsson var markahæstur fyrir ÍBV með sex mörk. Sveinn Jose Rivera, Elís Þór Aðalsteinsson og Kári Kristján Kristjánsson skoruðu fjögur mörkPavel Miskevich varði 17 skot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka