Ellefu marka sigur Fram

Alfa Brá Hagalín skoraði sex mörk í dag.
Alfa Brá Hagalín skoraði sex mörk í dag. Ottar Geirsson

Fram vann sannfærandi, 31:20, sigur á Afturelding í Mosfellsbæ í úrvalsdeild kvenna í handbolta í dag.

Fram er nú í öðru sæti með 28 stig og fjögurra stiga forskot á Hauka í öðru sæti en Haukar eiga tvo leik inni. Afturelding er í sjöunda sæti með átta stig.

Leikurinn var jafn fyrsta stundarfjórðunginn og Afturelding byrjaði vel en á 15. mínútu komst Fram yfir og hélt forystunni út hálfleikinn og voru fimm mörkum yfir, 15:10, þegar liðin gengu til búningsklefa.

Framarar bættu svo í í seinni hálfleik, voru yfir allan tímann, skoruðu 16 mörk til viðbótar og unnu leikinn sannfærandi.

 Kristrún Steinþórsdóttir og Alfa Brá Hagalín voru markahæstar í Fram með sex mörk, Harpa María Friðgeirsdóttir skoraði fjögur og Elna Ólöf Guðjónsdóttir, Steinunn Björnsdóttir og Berglind Þorsteinsdóttir skoruðu þrjú mörk.

Andrea Gunnlaugsdóttir átti frábæran leik í marki Fram og varði 18 skot.

  Hildur Lilja Jónsdóttir og Stefanía Ósk Engilbertsdóttir voru markahæstar hjá Aftureldingu með fimm mörk hvor. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka