Loks komin niðurstaða í máli Dags?

Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson. AFP

Dagur Sigurðsson verður kynntur sem nýr þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handknattleik á blaðamannafundi á morgun. 

Króatíska handknattleikssambandð hefur boðið til blaðamannafundar á morgun klukkan 11:00.

Mun þar Dagur vera kynntur sem nýr þjálfari landsliðsins en frá þessu greinir króatíski miðilinn 24 Sata. 

Dagur verður þar með fyrsti erlendi þjálfarinn til að stýra króatíska karlalandsliðinu. Stýrði Dagur síðast Japönum en hann vann Evrópumótið 2016 með Þýskalandi. 

Króatar taka þátt í undankeppni Ólympíuleikana þar sem liðið er með Þýskalandi, Austurríki og Alsír í riðli. Tvö efstu liðin fara á Ólympíuleikana. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert