Sænska liðið reyndist of sterkt

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 24:37-tap gegn Svíþjóð í undankeppni EM á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld.

Þrátt fyrir tapið er Ísland enn í öðru sæti riðils sjö með fjögur stig og á góðri leið með að tryggja sér sæti á lokamótinu sem fram fer í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss í lok árs.

Svíþjóð hafnaði í fjórða sæti á HM á síðasta ári og er eitt sterkasta lið Evrópu. Var því ljóst að um ærið verkefni yrði að ræða fyrir Ísland í kvöld.

Íslenska liðið byrjaði hins vegar glæsilega og komst tveimur mörkum yfir snemma leiks, 6:4. Sænska liðið var fljótt að jafna og var staðan 8:8 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður.

Þá tók sænska liðið við sér, náði góðum kafla og var að lokum fimm mörkum yfir í hálfleik, 17:12.

Munurinn hélst svipaður framan af í seinni hálfleik og var sænska liðið sex mörkum yfir þegar tíu mínútur voru eftir, 27:21. Íslenska liðið ógnaði ekki forskoti sænska liðsins eftir það og öruggur sænskur sigur varð raunin.

Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með fimm mörk. Thea Imani Sturludóttir og Þórey Rósa Stefánasdóttir gerðu fjögur hvor. Sara Sif Helgadóttir varði níu skot í marki Íslands. 

Ísland 24:37 Svíþjóð opna loka
60. mín. Kristín Þorleifsdóttir (Svíþjóð) skoraði mark Hennar þriðja mark.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert