Dagur fær hjálp frá Íslandi

Dagur Sigurðsson á fréttamannafundi í Zagreb í hádeginu.
Dagur Sigurðsson á fréttamannafundi í Zagreb í hádeginu. Ljósmynd/@HRS_CHF

Dagur Sigurðsson, sem tók við sem landsliðsþjálfari karlaliðs Króatíu í handbolta í dag, fær aðstoð frá Íslandi fyrstu vikurnar í starfinu. 

Dagur greindi frá við Vísi að Gunnar Magnússon, þjálfari karlaliðs Aftureldingar og fyrrverandi aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, muni aðstoða hann við leikgreiningu fyrst um sinn.

„Hann ætlar að hjálpa mér að heiman og halda utan um leikgreininguna fyrir mig, svona rétt á meðan ég kynnist mínu samstarfsfólki hérna úti,“ sagði Dagur við Vísi.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert