Selfyssingurinn vann Íslendingaslaginn

Sigvaldi Björn Guðjónsson og Haukur Þrastarson heilsast fyrir leik.
Sigvaldi Björn Guðjónsson og Haukur Þrastarson heilsast fyrir leik. Ljósmynd/Kielce

Haukur Þrastarson og samherjar hans í Kielce frá Póllandi unnu í kvöld 31:23-heimasigur á Noregsmeisturum Kolstad í þrettándu og næstsíðustu umferð A-riðils í Meistaradeild Evrópu í handbolta.

Kielce er öruggt með sæti í 1. umferð útsláttarkeppninnar en Kolstad er úr leik. Haukur Þrastarson skoraði tvö mörk fyrir Kielce. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fjögur fyrir Kolstad.

Í sama riðli vann Zagreb frá Króatíu sterkan 28:26-heimasigur á Frakklandsmeisturum París SG. Zagreb er í fimmta sæti með 14 stig. PSG er í þriðja með 15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert