Ósáttur við ráðninguna á Degi

Dagur Sigurðsson er nýr þjálfari króatíska karlalandsliðsins.
Dagur Sigurðsson er nýr þjálfari króatíska karlalandsliðsins. Ljósmynd/@HRS_CHF

Nenad Kljaic, sem varð Ólympíumeistari með Króatíu ári 1996, er ekki sáttur við þá ákvörðun króatíska handknattleikssambandsins að ráða Dag Sigurðsson sem þjálfara karlaliðs þjóðarinnar.

Dagur er fyrsti erlendi þjálfari króatíska landsliðsins og við það er Kljaic ekki sáttur, því hann vildi heimamann í starfið.

„Til hamingju króatíska sambandið. Þetta er dauðadómur fyrir alla króatíska þjálfara. Þið eruð að gera lítið úr okkar þjálfurum með þessari ráðningu,“ skrifaði Kljaic m.a. á Facebook.

Þá lýsti hann einnig yfir óánægju sinni með að Dagur væri á mun hærri launum en króatískir forverar hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert