Smátt og smátt að fá það í fangið

Dagur Sigurðsson er nýr landsliðsþjálfari Króata.
Dagur Sigurðsson er nýr landsliðsþjálfari Króata. AFP

„Þetta leggst vel í mig. Það var búinn að vera langur aðdragandi og maður er smátt og smátt að fá það í fangið að maður er kominn með króatíska landsliðið. Það er mjög spennandi,“ sagði Dagur Sigurðsson, nýráðinn þjálfari karlaliðs Króatíu í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið í gær.

Dagur er fyrsti erlendi þjálfarinn sem tekur við Króatíu og skrifaði á fimmtudag undir fjögurra ára samning. Hann var síðast þjálfari karlaliðs Japans frá 2017 og þar á undan þjálfari karlaliðs Þýskalands frá 2014 til 2017, en Dagur gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum árið 2016.

Einnig þjálfaði hann félagslið Füchse Berlín í Þýskalandi á árunum 2009 til 2015 og Bregenz í Austurríki 2003 til 2008. Þá var hann landsliðsþjálfari Austurríkis á árunum 2008 til 2010.

„Eins og hefur komið fram er mjög stutt í leik og við förum strax í að undirbúa það, velja lið og annað slíkt,“ hélt Dagur áfram og vísaði þar til undankeppninnar fyrir Ólympíuleikana í París í sumar.

Króatía er með Þýskalandi, sem Alfreð Gíslason þjálfar, í riðli ásamt Austurríki og Alsír. Leikið verður í Hannover í Þýskalandi dagana 14.-17. mars og fara tvö efstu lið riðilsins beint á Ólympíuleikana.

​Ekki mikil breyting

Spurður hvort hann væri bjartsýnn á að Króatía tryggi farseðilinn á leikana sagði Dagur:

„Já, ég er alveg bjartsýnn, örugglega eins og hinir þjálfararnir í þessum riðli. Ég held að menn fari bara með jákvæðu hugarfari í þetta. Þessi lið eru held ég öll mjög keimlík."

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert