Víkingur upp úr fallsæti

Styrmir Sigurðarson og félagar í Víkingi eru komnir upp úr …
Styrmir Sigurðarson og félagar í Víkingi eru komnir upp úr fallsæti. mbl.is/Kristinn Magnússon

Víkingur komst í dag upp úr fallsæti úrvalsdeildar karla í handbolta með 32:29-sigri á Fram á heimavelli sínum í Safamýri.

Með sigrinum fór Víkingur upp í tíu stig og er nú einu stigi á undan HK sem er dottið niður í fallsæti. Fram er í sjötta sæti með 19 stig.

Víkingsliðið byrjaði betur og var með 10:5 forskot þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Fram lagaði stöðuna fyrir leikhlé og voru hálfleikstölur 16:15.

Seinni hálfleikur var jafn og spennandi allan tímann, en að lokum voru það Víkingar sem voru ögn sterkari í lokin og knúðu fram sigurinn.

Mörk Víkings: Gunnar Valdimar Johnsen 10, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 6, Styrmir Sigurðarson 6, Agnar Ingi Rúnarsson 3, Þorfinnur Máni Björnsson 2, Halldór Ingi Óskarsson 2, Halldór Ingi Jónasson 1, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 1, Erlendur Guðmundsson 1.

Varin skot: Daníel Andri Valtýsson 8, Bjarki Garðarsson 4.

Mörk Fram: Theodór Sigurðsson 7, Eiður Rafn Valsson 6, Marel Baldvinsson 5, Rúnar Kárason 3, Bjartur Már Guðmundsson 2, Dagur Fannar Möller 2, Ívar Logi Styrmisson 2, Sigurður Bjarki Jónsson 1, Stefán Orri Arnalds 1.

Varin skot: Arnór Máni Daðason 6, Lárus Helgi Ólafsson 4.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert