Sterkur sigur Færeyinga sem jöfnuðu stig Íslands

Ísland á eftir að mæta Færeyjum aftur í riðlinum.
Ísland á eftir að mæta Færeyjum aftur í riðlinum. mbl.is/Árni Sæberg

Færeyingar unnu sterkan heimasigur á Lúxemborg, 39:21, í undankeppni EM kvenna í handbolta í dag.

Með sigrinum jöfnuðu Færeyjar stig Íslands í riðlinum en liðin eru með fjögur stig í öðru og þriðja sæti. Svíþjóð er með átta stig á toppnum.

Ísland og Færeyjar munu mætast aftur og Ísland á einnig eftir leik gegn Lúxemborg en Færeyjar eiga eftir að mæta Svíþjóð. Ísland er því í betri stöðu en Færeyjar þó að liðin séu jöfn núna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert