Afturelding gerði góða ferð á Nesið

Birgir Steinn Jónsson skoraði átta mörk fyrir Aftureldingu.
Birgir Steinn Jónsson skoraði átta mörk fyrir Aftureldingu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Afturelding er áfram í þriðja sæti, nú með 27 stig, í úrvalsdeild karla í handbolta eftir útisigur á Gróttu, 29:27, á Seltjarnarnesi í kvöld.

Grótta er í níunda sæti með 13 stig, einu stigi frá KA og áttunda sæti sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni.

Leikurinn var jafn og spennandi allan fyrri hálfleikinn og var staðan í hálfleik 12:12. Afturelding náði góðum kafla um miðbik seinni hálfleiks og komst fjórum mörkum yfir, 23:19.

Hélt Afturelding því forskoti út leiktímann og fagnaði góðum útisigri.

Mörk Gróttu: Jón Ómar Gíslason 10, Jakob Ingi Stefánsson 5, Ágúst Ingi Óskarsson 5, Ágúst Emil Grétarsson 2, Lúðvík Thorberg Arnkelsson 2, Hannes Grimm 1, Ari Pétur Eiríksson 1, Antoine Óskar Pantano 1.

Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 11.

Mörk Aftureldingar: Birgir Steinn Jónsson 8, Ihor Kopyshynskyi 7, Bergvin Þór Gíslason 5, Birkir Benediktsson 4, Árni Bragi Eyjólfsson 3, Jakob Aronsson 2.

Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 11, Jovan Kukobat 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert