Hörkuleikir framundan í úrslitakeppninni

ÍBV og ÍR mætast.
ÍBV og ÍR mætast. mbl.is/Óttar

Lokaumferð úrvalsdeildar kvenna í handknattleik fór fram í dag en ljóst er hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. 

Valur vann deildina nokkuð þægilega með 40 stig en liðið sigraði Aftureldingu, 33:20, í Mosfellsbæ í dag. Í öðru sæti er Fram með 30 stig en liðið vann falllið KA/Þórs, 26:23, í Úlfarsárdal í dag. Sleppa þau tvö við umspilsleiki.

Haukar, sem gerðu jafntefli við ÍR, 21:21, á Ásvöllum í dag, hafna í þriðja sæti með 29 stig og mæta Stjörnunni í umspili til að komast í undanúrslitin. Stjarnan gerði jafntefli við ÍBV, 23:23, í dag en Eyjaliðið, sem hafnaði í fjórða sæti, mætir einmitt ÍR, sem hafnaði í fimmta sæti, í hinum leiknum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert