ÍR-ingar sigri frá því að fara upp

Baldur Fritz Bjarnason skoraði tíu mörk á Akureyri.
Baldur Fritz Bjarnason skoraði tíu mörk á Akureyri. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

ÍR-ingar nálgast efstu deild karla í handknattleik á ný eftir stórsigur á KA U, 48:27, á Akureyri í dag. 

ÍR er með 24 stig í öðru sæti deildarinnar en unglingalið Fram, Fram U, er í fyrsta sæti deildarinnar en má ekki fara upp um deild sem aðildalið Fram. Þá kemur Fjölnir með 23 stig og svo Hörður með 20 en á leik inni. 

Baldur Fritz Bjarnason skoraði tíu mörk fyrir ÍR en Róbert Snær Örvarsson skoraði 7 mörk fyrir ÍR. 

Hart er barist um beint sæti upp í efstu deildina. ÍR fær unglingalið Hauka í heimsókn í lokaumferðinni og með sigri fer liðið beint upp. Liðin frá þriðja til fimmta sæti fara síðan í umspil um hina lausa sætið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert