Lygileg frammistaða Ómars Inga

Ómar Ingi Magnússon skoraði þrettán mörk í dag.
Ómar Ingi Magnússon skoraði þrettán mörk í dag. mbl.is/Kristján Orri

Landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon fór hamförum í útisigri Magdeburg á Bergischer, 30:27, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag. 

Ómar Ingi var langmarkahæstur allra með 13 mörk en hann gaf einnig fjórar stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson og Janus Daði Smárason skoruðu þá sitthvort markið. 

Magdeburg er í öðru sæti þýsku deildarinnar með 44 stig, einu stigi frá Füchse Berlin en á þó leik til góða. 

Arnór Þór Gunnarsson er þá aðstoðarþjálfari Bergscher en liðið er í næstneðsta sæti deildarinnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka