Verður lærisveinn Hannesar

Tumi Steinn Rúnarsson skiptir yfir til Austurríkis í sumar.
Tumi Steinn Rúnarsson skiptir yfir til Austurríkis í sumar. Ljósmynd/Coburg

Austurríska handknattleiksfélagið Alpla Hard hefur gengið frá tveggja ára samningi við Tuma Stein Rúnarsson og mun leikmaðurinn ganga í raðir félagsins í sumar.

Tumi kemur til Alpla Hard frá Coburg í B-deild Þýskalands, þar sem hann hefur verið undanfarin tvö ár. Þar á undan var hann hjá Val, þar sem hann er uppalinn, og Aftureldingu.

Hannes Jón Jónsson, sem er einnig uppalinn Valsari, hefur þjálfað Alpla Hard frá árinu 2021 en hann þjálfaði áður Bietigheim í Þýskalandi og West Wien í Austurríki.

Alpla Hard varð austurrískur bikarmeistari á síðustu leiktíð undir stjórn Hannesar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert