Valsmenn í undanúrslit Evrópubikarsins

Alexander Petersson, sem átti stórleik, fagnar í leikslok með Róberti …
Alexander Petersson, sem átti stórleik, fagnar í leikslok með Róberti Aroni Hostert og öðrum leikmönnum Vals. mbl.is/Óttar Geirsson

Valsmenn eru komnir í undanúrslit Evrópubikars karla í handbolta eftir sigur á rúmenska liðinu Steaua Búkarest 36:30 en leikið var á Hlíðarenda í kvöld.

Leikmenn Vals mættu dýrvitlausir til leiks í dag og tóku fljótlega alla stjórn á leiknum. Liðin skiptust á að skora fyrstu mörkin og eftir tæplega 10 mínútna leik var staðan 5:4 fyrir Val en þá skildu leiðir og Valsmenn gjörsamlega keyrðu yfir rúmenska liðið. Þegar 18 mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 12:4 fyrir Val og þeir rúmensku ekki búnir að skora í 9 mínútur.

Svona hélt fyrri hálfleikur áfram og Valsmenn léku listir sínar í bæði vörn og sókn. Má þar helst nefna Alexander Petersson sem skoraði 7 mörk í fyrri hálfleik og Björgvin Páll Gústavsson varði varði 12 skot, þar af eitt vítaskot.

Aron Dagur Pálsson með boltann í kvöld.
Aron Dagur Pálsson með boltann í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Áður en fyrri hálfleik lauk fékk leikmaður Steaua Búkarest beint rautt spjald sennilega fyrir að skjóta í andlit Björgvins Páls í vítinu sem hann varði. Blóðtaka fyrir gestina sem áttu á brattann að sækja fyrir.

Í liði Steaua Búkarest var Ciprian Sandru með 3 mörk í fyrri hálfleik og Alexandru Mihai Pasca varði 2 skot.

Staðan í hálfleik 21:12 fyrir Val, 9 marka munur, og Valsmenn með pálmann í höndunum fyrir síðari hálfleikinn.

Síðari hálfleikur var mjög líkur þeim fyrri en rúmenska liðið náði þó að saxa örlítið á forskotið í lok leiksins. Gríðarlegur hraði var í leiknum og minnti leikurinn oft á tíðum á spretthlaupa frekar en handboltaleik þar sem liðin kepptust við að keyra í bakið á hvort öðru með hröðum sóknum.

Björvin P'all Gústavsson varði vel í markinu.
Björvin P'all Gústavsson varði vel í markinu. mbl.is/Óttar Geirsson

Valsmenn náðu að halda forskotinu framan af síðari hálfleik en í lokin náði rúmenska liðið að minnka muninn niður í 7 mörk og svo niður í 6 mörk á lokasekúndu leiksins. Valur vann að lokum 6 marka sigur, 36:30, og eru kominn í undanúrslit EHF bikarsins.

Markahæstur í liði Val var gamla kempan Alexander Petersson með 8 mörk en Björgvin Páll varði 19 skot í markinu. Í liði gestanna var Ciprian Sandu með 8 mörk og Alexandru Mihai Pasca varði 5 skot.

Valur 36:30 Steaua Búkarest opna loka
60. mín. Valur tapar boltanum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert