Titillinn blasir við FH-ingum

Einar Bragi Aðalsteinsson FH-ingur sækir en Hannes Grimm Gróttumaður verst …
Einar Bragi Aðalsteinsson FH-ingur sækir en Hannes Grimm Gróttumaður verst í leiknum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

FH er komið 9 fingur á deildarmeistaratitilinn eftir sigur á Gróttu 29:22 í 21. umferð úrvalsdeildar karla í handbolta á Seltjarnarnesi í kvöld.

Með sigrinum er FH með 35 stig fyrir lokaumferðina en Valur er í öðru sæti með 32 stig og eru 4 mörkum undir gegn KA á Akureyri þegar þetta er skrifað og lítið eftir af leiknum.

Endi leikar þannig eru FH-ingar deildarmeistarar en Valur þarf að vinna leikinn fyrir norðan til að eiga möguleika.

Með tapinu fór síðasta von Gróttu um að komast í úrslitakeppnina.

Markverðirnir áttu fyrri hálfleikinn

Lið FH byrjaði leikinn af fullum krafti og ætluðu að sýna það og sanna að þeir eru þess verðugir að verða deildarmeistarar. FH skoraði 4 fyrstu mörk leiksins áður en lið Gróttu komst á blað. Lið FH náði mest 7 marka forskoti í stöðunni 9:3 en það var eins og hafnfirðingarnir gíruðu sig niður þegar forskotið náði 5 mörkum en þá náði Grótta iðulega að minnka muninn, minnst niður í 2 mörk í stöðunni 10:8.

FH náði þó alltaf vopnum sínum á ný og má þar helst þakka Daníel Frey Andréssyni sem varði hvorki meira né minna en 13 skot, þar af eitt vítaskot í fyrri hálfleik og átti sannkallaðan stórleik. Markaskorun var nokkuð dreifð í fyrri hálfleik hjá FH en þeir Símon Michael Guðjónsson og Jóhannes Berg Andrason skoruðu 3 mörk fyrir FH í fyrri hálfleik.

Í liði Gróttu vour þeir Águst Emil Grétarsson og Jón Ómar Gíslason með 2 mörk. Einar Baldvin Baldvinsson varði 8 skot í marki Gróttu og kom í veg fyrir að munurinn væri þeim mun meiri á liðunum.

Staðan í hálfleik 14:9 fyrir FH.

FH mætti með sama mátt í síðari hálfleik og þann fyrri. Daníel Freyr hélt áfram að verja vel og það gerði Einar Baldvin sömuleiðis í marki Gróttu og má segja að hann hafi bjargað stórslysi fyrir sitt lið.

Eftir 15 mínútna leik var staðan 22:14 fyrir FH, 8 marka munur og leiknum í raun lokið. Grótta tók leikhlé og reyndi að bjarga því sem bjarga mátti en allt kom fyrir ekki. Áfram héldu leikmenn FH að auka muninn og eftir 50 mínútur var staðan 24:14 fyrir FH.

Leiknum lauk með 7 marka sigri FH 29:22

Markahæstir í liði FH voru þeir Birgir Már Birgisson, Jóhannes Berg Andrason og Símon Michael Guðjónsson með 5 mörk. Daníel Freyr Andrésson varði 19 skot, þar af eitt vítaskot.

Í liði Gróttu var Jón Ómar Gíslason með 4 mörk og Einar Baldvin Baldvinsson varði 15 skot.

Grótta 22:29 FH opna loka
64. mín. Elvar Otri Hjálmarsson (Grótta) á skot í slá Grótta heldur boltanum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert