Af línunni og á skrifstofuna

Einar Ingi Hrafnsson er orðinn framkvæmdastjóri HK.
Einar Ingi Hrafnsson er orðinn framkvæmdastjóri HK. mbl.is/Óttar Geirsson

Afturelding hefur ráðið Einar Inga Hrafnsson sem framkvæmdastjóra félagsins og hefur hann störf 1. maí næstkomandi. Hann tekur við starfinu af Grétari Eggertssyni.

Einar Ingi þekkir afar vel til hjá Aftureldingu, því hann var leikmaður liðsins áður en skórnir fóru á hilluna eftir síðasta tímabil. Varð hann m.a. bikarmeistari með liðinu á síðustu leiktíð.

„Einar Ingi er okkur vel kunnur sem leiðtogi og fyrirliði bikarmeistaraliðs handboltans árið 2023. Það má segja að Einar sé þá búinn að loka hringnum í hringrás Aftureldingar þar sem hann hefur verið iðkandi, foreldri, þjálfari og sjálfboðaliði fyrir félagið okkar þannig að reynsla hans á öllum vígstöðum mun án efa nýtast honum vel,“ segir m.a. í yfirlýsingu félagsins.  

Einar lék í fjögur ár með Arendal í Noregi áður en hann kom heim og samdi við Aftureldingu árið 2017. Þá lék hann einnig með liðum í Danmörku og Þýskalandi. Á Íslandi lék hann einnig með Fram og HK.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert