Landsliðsmaður gisti þrjár nætur á spítala

Viggó Kristjánsson var lagður inn í þrjár nætur.
Viggó Kristjánsson var lagður inn í þrjár nætur. AFP/Ina Fassbender

Landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson lék ekki með Leipzig er liðið mátti þola tap á heimavelli, 27:26, gegn Hannover-Burgdorf í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld.

Viggó gisti þrjár nætur á spítala í síðustu viku er hann fékk lungnabólgu. Lék hann því ekki með liðinu gegn Lemgo í síðustu umferð. Hann hefur verið útskrifaður af spítala og er á batavegi. Leipziger Volkszeitung greindi frá. 

Var vonast til að hann yrði með í kvöld, en skyttan var ekki leikfær. Andri Már Rúnarsson skoraði þrjú mörk í leiknum. Faðir hans Rúnar Sigtryggsson þjálfar liðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert