Elskum að vera í úrslitaleikjum

Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals og faðir Benedikts, ræðir við …
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals og faðir Benedikts, ræðir við Valsmenn í dag. Það glittir í Benedikt lengst til vinstri. Ljósmynd/Kristinn Steinn

„Við vorum aðeins lélegir í fyrri en svo kláruðum við þetta fagmannlega,“ sagði Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals, í samtali við mbl.is eftir að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins með sannfærandi sigri á Fram í átta liða úrslitum.

„Við spiluðum góða vörn og keyrðum vel. Það vantaði nokkra hjá þeim sem hjálpaði okkur, en við gerðum þetta fagmannlega. Við náðum að spila á öllum leikmönnum í báðum leikjunum, sem er geggjað. Nú eru bara úrslitaleikir eftir og við elskum að vera í þeim. Ég er ótrúlega spenntur,“ sagði Benedikt.

Valsmenn eru ekki aðeins komnir í undanúrslit á Íslandsmótinu heldur einnig í Evrópubikarnum, þar sem liðið mætir Baia Mare frá Rúmeníu. Valur mætti Steaua frá Búkarest, einnig frá Rúmeníu, í átta liða úrslitum.

„Ég hefði verið til í annað land, en síðasta ferð var skemmtileg, svo þetta er fínt. Þeir eru með hörkulið, en við erum með frábært lið og möguleikarnir eru góðir. Við erum allir í ógeðslega góður formi, allir eru að spila og við erum að rúlla vel á liðinu,“ sagði Benedikt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert