Haukur með 2 mörk í sannfærandi sigri Kielce

Haukur í baráttunni við liðsfélaga sinn hjá Kielce, Benoit Kounkoud
Haukur í baráttunni við liðsfélaga sinn hjá Kielce, Benoit Kounkoud INA FASSBENDER

Landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson skoraði 2 mörk í stórsigri Kielce, 40:25, á MMTS Kwidzyn í 8-liða úrslitum pólska handboltans. Kielce er komið í undanúrslit eftir tvo auðvelda sigra.

Pólverjinn ungi Szymon Wiaderny var markahæstur leikmanna Kielce með 8 mörk og Frakkinn Benoit Kounkoud skoraði 6 mörk.

Kielce hefur hampað pólska meistaratitlinum undanfarin 11 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert